Bílaumboðið Una
Bílaumboðið Una er umboðs- og þjónustuaðili fyrir XPENG á Íslandi. XPENG er kínverskt fyrirtæki sem var stofnað árið 2014 og framleiðir eingöngu 100% rafbíla. Höfuðstöðvar XPENG í Evrópu eru í Amsterdam.
Starfsfólk
Gildin okkar
Bílaumboðið Una er umboðs- og þjónustuaðili fyrir XPENG á Íslandi. XPENG er kínverskt fyrirtæki sem var stofnað árið 2014 og framleiðir eingöngu 100% rafbíla. Höfuðstöðvar XPENG í Evrópu eru í Amsterdam.
Gildin okkar
Við viljum að upplifun viðskiptvina okkar, samstarfsaðila og allra sem við eigum samskipti við sé frábær.
Þessu áorkum við með því að skilja þarfir þeirra og hanna framúrskarandi lausnir sem eru aflvaki ánægju og betri árangurs í viðskiptum.
Við skörum fram úr á okkar sviði með því að horfa fram á veg og taka yfirvegaða áhættu, sjá fyrir breytingar á mörkuðum og þróa nýstárlegar og sjálfbærar lausnir sem gera viðskiptavini okkar virkilega ánægða.
Metnaður okkar, atorka og framtíðarsýn munu tryggja að fyrirtækið okkar vaxi og að við berum sigurorð af keppinautum okkar.
Við fáum meiru áorkað með því að þróa sterkari teymi sem starfa betur saman. Við erum samhent liðsheild og sameinum fjölbreyttar hugmyndir frá öllu One Inchcape teyminu.
Við deilum ástríðunni fyrir því sem við gerum og njótum þess að ná árangri saman. Okkur er annt um fólkið sem við störfum með og samfélögin sem eru vettvangur okkar. Við gefum okkur tíma til að skilja hvert annað og byggja upp gagnkvæmt traust.
Við erum áreiðanleg og tryggjum þannig að hvaðeina sem við gerum standist væntingar samstarfsaðila okkar meðal framleiðenda; viðskiptavina og samstarfsfólks.
Við einbeitum okkur að því sem mestu skiptir og öxlum ábyrgð á því sem við gerum, jafnframt því að leita sífellt nýrra leiða til að standa enn betur að verki.