Frumsýning á nýjum XPENG G6 og G9

Laugardaginn 27. september kl. 12-16 í sýningarsal XPENG að Vínlandsleið 6-8

Við erum gríðarlega spennt að kynna loksins nýja og enn betri G6 og G9. Þessir vinsælu rafbílar koma með hraðhleðslu í fremstu röð, nýrri hönnun, þægindum og lúxus sem jafnast á við þá allra bestu.

Við bjóðum öll velkomin á frumsýningu laugardaginn 27. september kl. 12–16 að Vínlandsleið 6–8. Gestum býðst að kynna sér nýjungar, prófa bílana og upplifa af eigin hendi hvað gerir XPENG að einu mest spennandi rafbílamerki Evrópu í dag.

Nýi G6 býður upp á allt að 535 km drægni og nær hleðslu úr 10% í 80% á aðeins 12 mínútum. Innanrýmið er nú enn betra með vönduðum efnum, panoramic glerþaki og snjöllum lausnum sem gera aksturinn bæði þægilegri og öruggari.

Nýi G9, flaggskip XPENG, kemur með allt að 540 km drægni, sömu hleðslugetu, nudd- og loftræstum sætum og stílhreinu innanrými. Lúxus eins og hann á að vera.

Með nýju G6 og G9 bjóðum við íslenskum viðskiptavinum upp á tæknivædda rafbíla með framúrskarandi hleðslugetu og notagildi.

Komdu og skoðaðu endurhlaðinn lúxus á Vínlandsleið 6–8.

Við tökum vel á móti þér.

Next
Next

XPENG KYNNIR NÝJA OG OFURSNJALLA G6 OG G9 FYRIR EVRÓPU