XPENG og Orkan setja Íslandsmet í hraðhleðslu

12 mínútur og 23 sekúndur frá 10-80%

XPENG og Orkan settu Íslandsmet í hraðhleðslu rafbíls þegar XPENG G9 náði hleðslu frá 10% upp í 80% á aðeins 12 mínútum og 23 sekúndum í hraðhleðslustöð Orkunnar á Lambhagavegi.

Hraðhleðslustöðin náði hámarksafli upp á 408 kW þegar hleðslan fór fram, sem er mesta afl sem mælst hefur á hleðslustöð hér á landi. Mætti því segja að um tvö Íslandsmet sé að ræða: hámarksafl og hraðasta hleðsla frá 10-80%.

Ekki er vitað um hraðari hleðslu á Íslandi og því gert ráð fyrir að hér sé um Íslandsmet að ræða. Myndbandsupptaka af skjánum í bílnum staðfestir mælinguna en tæknistjóri rafmagns hjá Orkunni fylgdist einnig með hleðslunni og öryggisatriðum. Hleðslan fór fram 17. október 2025.

XPENG G9, sem er einn tæknivæddasti rafbíll landsins, kemur með bestu hraðhleðslugetu sem í boði er á Íslandi í dag. G9 er búinn 800V háspennukerfi sem gerir honum kleift að nýta hámarksafl hleðslustöðva til fulls og hlaða ofurhratt, eða allt að 525 kW. Við réttar aðstæður næst þannig hleðsluhraði sem jafnast á við það besta sem þekkist á heimsvísu.

„Við erum auðvitað stolt af þessu Íslandsmeti. Þetta sýnir hvernig hraðhleðslugeta XPENG G9 virkar í raunverulegum aðstæðum og að íslenskar aðstæður, innviðir og þjónusta eru tilbúnar fyrir næstu kynslóð rafbíla,“ segir Þorgeir R. Pálsson, framkvæmdastjóri Bílaumboðsins Unu, sem er sölu- og þjónustuaðili XPENG á Íslandi.

„Það er mikilvægt að hleðslustöðvar Orkunnar geti skilað hámarksafli til að þjónusta viðskiptavini sem best á eins stuttum tíma og mögulegt er. Rafbílar geta einnig nýtt sér sjálfvirka hleðslu og einfaldað afgreiðsluferlið enn frekar“ segir Ólafur Davíð Guðmundsson, tæknistjóri rafmagns hjá Orkunni. „Þróun í hraðhleðslu er ör og við leggjum mikla áherslu á að vera leiðandi í uppbyggingu stöðva sem geta nýtt tæknina til fulls.“

Íslandsmet XPENG og Orkunnar undirstrikar mikilvægi öflugra innviða fyrir áframhaldandi orkuskipti í samgöngum. Öflugri hraðhleðslustöðvar gera rafbílaeigendum kleift að ferðast lengra, hraðar og með ró í huga án hleðslu- eða drægnikvíða.

Next
Next

Frumsýning á nýjum XPENG G6 og G9